Bako Ísberg hefur verið umboðsaðili Rational ofna til margra áratuga, en Rational er þýskt fyrirtæki sem framleiðir hágæða gufusteikingarofna, pönnur og fylgihluti fyrir veitingastaði og stóreldhús. Rational er eitt þekktasta merki í þessum geira í heiminum í dag og hefur verið það um árabil, en í dag er Rational með yfir 50% markaðshlutdeild á heimsvísu sem líklega er þó mun hærri hér á Íslandi.
Fyrir þá sem þekkja til þá hafa bæði Rational iCombi pro og iCombi classic ofnarnir unnið til fjölda verðlauna bæði fyrir hönnun og gæði.
Við hjá Bako Ísberg eru afar stolt af því að vera sölu og þjónustuaðili Rational á Íslandi enda ótrúlega vandaður og traustur framleiðandi. Við erum einnig ótrúlega stolt af því að allt stýrikerfi, allar leiðbeiningar og allar upplýsingar sem birtast í skjáborðinu á ofnunum eru á íslensku þannig að það má segja að Rational sé ofn sem tali íslensku.
Hægt er að halda utan um allar GÁMES upplýsingar um allt sem framleitt er í Rational í sérstöku smáforriti beint úr símanum, en einnig er hægt að tengjast skjáborðinu í gegnum sama smáforrit til kveikja á ofninum, breyta stillingum, halda utan um uppskriftir og margt margt fleira.
Við erum afar stolt af því að eftirfarandi fyrirtæki eru hluti af þeim trygga hóp viðskiptavina okkar sem valið hafa Rational í stóreldhúsin sín:
Hilton, Bláa Lónið, Arion Banki, Íslandsbanki, Hótel Saga, Icelandair Flugeldhús, Reykjgarður, Orkuveita Reykjavíkur, Landsvirkjun, RÚV, Grand Hótel, Brasserie Eiríksson, grunnskólar og leikskólar Reykjavíkurborgar, Vök-Baths,
N1, Seðlabanki Íslands, Síminn, Vodafone, Hrafnista, Landsnet, Hótel Geysir, Grillmarkaðinn og fleiri.
Ofnarnir koma í nokkrum stærðum en auk ofnanna er hægt að fá pönnur og alla fylgihluti sem Rational framleiðir hjá okkur í Bako Ísberg. Skoðaðu úrvalið í netverslun okkar á www.bakoisberg.is en HÉR má skoða allar vörur frá Rational.
Verið velkomin í sýningarsal okkar að Höfðabakka 9.