Skip to main content
search
0

Um síðustu mánaðamót hefði undir öllum eðlilegum kringumstæðum verið haldið Októberfest hátíðlega víða um heim, en þessi hefð á rætur sínar að rekja til Munchen í Þýskalandi sem nánar tiltekið er staðsett í Bæjaralandi. Yfirleitt hefst hátíðin um 21. september og stendur fram yfir fyrsta sunnudag í október. En þá tíðkast að drekka bjór frá því að sól rís að morgni og þar til hún sest að kveldi og það marga daga í röð.

Við Íslendingar höfum ættleitt þessa hefð eins og svo margar erlendar hefðir, enda erum við líklega skemmtilegasta þjóð í heimi ef ekki bara sú lang skemmtilegasta.

Fyrir bjóráhugamenn þá hefur það eflaust ekki farið fram hjá neinum að Októberfest var aflýst í Þýskalandi þetta árið og því engar bjórhátíðir haldnar. Við náðum heldur ekki að halda Októberfest hér á Íslandi að ráði þó svo að nokkrir veitingastaðir hafi auglýst slíka viðburði.

Við erum eiginlega komin með nóg af Covid og ætlum bara samt að halda Októberfest jafnvel þótt komið sé fram í miðjan október því akvörðunin um að gera sér dagamun er vissulega í höndum hvers og eins.

Við ætlum að halda Oktoberfest HEIMA og til þess að gera það þá erum við hér með ítarlegar leiðbeiningar:

Slá inn í vafranum þínum www.bakoisberg.is smella á glös og þar smellir þú á bjórglös  og þar finnur þú endalaust úrval af hágæða bjórglösum á frábæru verði, en það er okkar mat að bjórglösin frá Zwiesel séu mögulega með þeim flottari í heiminum í dag, enda er verksmiðja Zwiesel staðsett í Bæjaralandi þaðan sem októberfest er sprottið. Zwiesel eru snillingar í kristal og framleiða fyrir mörg þekkt vörumerki eins og sem dæmi Iittala og fleiri en í sinni línu eru þeir ekki bara með töff hönnun heldur líka snilldar tækni, höggþolin glös og auk þess er í hverju bjórglasi punktur sem gerir það að verkum að bjórinn nær síður að verða flatur í glasinu, ekki það að við séum með einhverjar sérstakar áhyggjur yfir því enda rennur ískaldur bjór hratt niður á #heimaoktóberfestbakoísberg. En það er gaman að segja frá því að margir af flottustu börum og veitingastöðum landsins hafa einmitt valið þessi bjórglös. Nú svo þarf bara að velja rétta drykkinn sem við treystum ykkur fyrir.

Góða helgi kæru vinir og gangið hægt um gleðinnar dyr (heima hjá ykkur).

Close Menu