Skip to main content
search
0

“Dutch Babies” eru ómótstæðilegar fluffy pönnukökur sem slegið hafa í gegn um allan heim. Hér sýnir Friðgeir okkur hvernig við útbúum hinar fullkomnu “dutch babies” bæði sem eftirrétt og til dæmis sem hádegisverð.

Uppskrift:
 
Deig
140 gr. hveiti
4 stór egg
250 ml. mjólk
pínulítið salt
4 matskeiðar smjör ósaltað, tvær fara í deigið og 2 í hverja pönnu
(Dugar í tvær)
 
Þú blandar hráefnin saman í hrærivél, en Friðgeir mælir með að hræra deigið í blandara. Deigið er síðan látið standa í kæli í klukkustund.
 
Þú þarft pönnu eða keramik form sem þolir að fara inn í ofn, gott er að hafa formið ekki mikið stærra en 20 – 30 cm
 
Ofn hitaður í 220-230°C
 
Þú setur pönnurnar eða forminn inn í heitan ofn í 6 mínútur, tekur þær út og setur 1 matskeið af ósöltuðu smjöri í hvora pönnu (form) og skellir aftur inn í ofninn í um um það bil 6 mínútur eða þar til smjörið er orðið brúnað.
Tekur pönnur úr ofni og setur á eldfastan platta, síðan setur þú 1.5 dl af deigi í hvora pönnu ca og skellir henni svo aftur inn í ofninn í um það bil 6-8 mínútur.
 
Ef þú vilt setja t.d. mozzerella ost í kökuna þá er gott að taka pönnuna út úr ofninum fyrr eða eftir 4 mínútur og skella ostinum ofan í og baka áfram í um það bil 4 mínútur.
 
Það má setja hvaða hráefni sem er í “dutch babies” kökurnar þetta er eiginlega eins og að útbúa ommelettur þú setur bara það í kökurnar sem þig langar í. Við mælum með mozzarella, skinku, sveppum og avocado.
Það mikilvæga er þó að setja ólífuolíu yfir þegar allt er tilbúið.
Close Menu