Skip to main content
search
0

Hér kennir Gulli Arnar okkur að gera ómótstæðilegan kaffi dessert með karamellu miðju

Uppskrift:

Kaffimús

180 gr kaffi
40 gr sykur
120 gr eggjarauður
6 gr matarlím
220 gr dökkt súkkulaði
350 gr rjómi

Leggið matarlím í bleyti í 5-10 mínútur. Notið kalt vatn eða kallt kaffi. Blandið saman eggjarauðum og sykri og blandið kaffinu í. Setjið blönduna í pott og hitið við vægan hita uppí 80-82 gráður. Slökkvið á hitanum og hrærið matarlímið við. Sigtið blönduna yfir súkkulaðið. Hrærið saman og látið blönduna kælast nipur í 34-36 gráður. Létt þeytið rjóma og blandið saman við súkkulaði blönduna. Fyllið sílíkon form upp 2/3. Setjið frosið karmellukremið og brownie botninn í kaffimúsina. Fyllið upp formið með kaffimús sé þess þarft. Frystið. Losið kökurnar úr forminu og skreytið óhjúpaðar eða hjúpið með súkkulaði bráð.

Karmellumiðja

50 gr sykur
100 gr mjólk
100 gr rjómi
½ vanillustöng (fræin)
60 gr eggjarauður
25 gr sykur
4 gr matarlím
Klípa salt

Setjið matarlím í bleyti í 5-10 mínútur í kalt vatn. Bræðið sykur í karmellu og blandið heitri mjólk og heitum rjóma saman við og látið sjóða í 1-2 mínútur. Setjið mjólkina/rjóman útí rólega í nokkrum skömtum svo ekki sjóði uppúr pottinum. Blandið saman eggjarauðum og sykri. Hellið karmellunni í mjórri bunu útí eggin og hrærið stanslaust í. Setjið blönduna aftur í pottinn og bætið vanillunni útí. Hitið blönduna við vægan hita uppí 80-82 gráður meðan hrært er í. Slökkvið á hitanum og hrærið saltið og matarlímið í. Sigtið blönduna í mælikönnu og hellið í sílíkon form. Frystið.

Brownie

60 gr hakkaðar pekanhnetur
70 gr dökkt súkkulaði
55 gr mjólkursúkkulaði
80 gr smjör
130 gr egg
150 gr sykur
Klípa salt
1 matskeið kakó
1 matskeið hveiti

Sykur og egg þeytt saman. Smjör og súkkulaði er brætt saman og helt í mjórri bunu í eggjamassann. Blandan á ekki að vera heit. Blandið þurrefnunum saman og blandið rólega við eggjamassann.
Bakið við 150 gráður í 25 mínútur

Frystið. Losið kökurnar úr forminu og skreytið óhjúpaðar eða hjúpið með súkkulaði bráð.

Close Menu