Skip to main content
search
0

Veitingahúsið Slippinn þekkja flestir þeir sem komið hafa til Vestmannaeyja, en staðurinn hefur notið gríðarlegra vinsælda allt frá opnun hans 2012, en hann er opinn frá maí fram í september ár hvert.

 

Frá opnun hefur staðurinn framreitt hágæða árstíðabundinn mat sem hefur hlotið mikið lof ekki bara hér innanlands heldur líka um heim allan og hafa ótal þekktir erlendir fjölmiðlar fjallað um staðin og lofað hann í hástert.

 

Slippurinn notar að sjálfsögðu Rational gufusteikingarofn frá Bako Ísberg, en Rational er eitt þekktasta merki í gufusteikingarofnum, pönnum og fylgihlutum í heiminum í dag og hefur verið um árabil.

 

Markaðsdeildin hjá Bako Ísberg skellti sér til Vestmannaeyja í sumar og fékk að gægjast inn í leyndarmál Slippsins, eldhúsið sjálft!

Við prófuðum meðal annars sjávarréttasúpuna, Þorskroðssnakk, svartfuglseggin, sólkolann og heileldaðan þorskhaus.. allt til fyrirmyndar og vínseðillinn er ekki af verri endanum.

 

Hvetjum ykkur til að kynna ykkur staðinn nánar HÉR  og svo má skoða Rational frá Bako Ísberg HÉR

 

Góðar stundir kæru vinir

Close Menu