Frá því að veitingastaðurinn Brasserie Eiríksson opnaði á Laugavegi 77 í fyrra þá hefur staðurinn heldur betur fest sig í sessi sem einn af bestu veitingastöðum höfuðborgarinnar.
Staðurinn býður ekki bara upp á frábæran mat- og vínseðil heldur er hann einstaklega vel hannaður og innréttingarnar smart og afar vel heppnaðar. Hjá Eiríksson er hægt að sitja við barinn, eða í salnum, en einnig er hægt að panta mat eða vínsmökkun í gömlu bankahvelfingu Landsbankans sem er hreint út sagt mögnuð upplifun fyrir hópa.
Nýlega fékk Brasserie Eiríksson senda kæla frá Bako Ísberg sem samtals eru um 2 tonn á þyngd, en þessi kælar eru fyrir glænýja sælkeraverslun sem þeir voru að opna sem heitir einfaldlega Eiríksson búðin, en hún er staðsett í enda veitingastaðarins.
Eiríksson búðin er sannkölluð sælkeraverslun og minnir einna helst á sælkeraverslanir í París eins og þær gerast bestar. Allar vörurnar eru framleiddar af Brasserie Eiríksson og við segjum nú bara, sjón er sögu ríkari!
Í búðinni má finna vörur á borð við Andalæri Confit, sem eru gleðilega ódýrari en þessi sem þú kaupir í dós í matvöruverslunum, nú svo er reyktur og grafinn lax að hætti Eiríksson, pizzadeig og sósa, trufflu smjör, grísa rillettes, Ibérico sælkerapylsur, olíur, allskonar gourmet sósur, margar tegundir af paté og eftirréttir á borð við Tiramisu og súkkulaði tart, nú svo eru ostar þarna líka.
Allt er þetta pakkað inn í girnilegar pakkningar og er t.d. Tiramisu kakan og allar sultur og paté selt í glerkrukku.. algjörlega geggjað.
Við mælum með að kíkja til þeirra og skoða úrvalið því þetta er sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana og augun vissulega líka. Þessar vörur í gjafakörfu gætu verið jólagjöf ársins að okkar mati
Brasserie Eiríksson sendir tilbúinn mat heim af matseðli og býður 30% afslátt ef pantað er take-away, en svo má auðvitað líka panta beint úr búðinni.
Í kvöld ætlum við að prófa andalæri Confit frá Eiríksson og gourmet sósu, nú er bara að velja
Við erum ótrúlega stolt að Brasserie Eiríksson hafi valið Bako Ísberg þegar þeir fór að innrétta staðinn því þegar kemur að því að innrétta veitingahús þá vill fagmaðurinn bara hágæða vörur. Á Brasseri Eiríksson finnur þú ótal vínkæla frá Iglu, Pizzaofn frá Esposito, Rational ofna, Steelite borðbúnað, Schott Zwiesel glös, Broggi hnífapör, eldhúsinnréttingar og margt fleira allt frá Bako Ísberg.
Endilega skoðið vefsíðu Brasseri Eiríkson á www.brasserie.is