Steelite er eitt þekktasta nafnið á meðal veitingastaða og hótela í heiminum í dag þegar kemur að postulíni og því sem skiptir máli í borðbúnaði.
Steelite er margverðlaunað bandarískt fyrirtæki en vörurnar þeirra má finna á hótelum, skemmtiferðaskipum, matsölustöðum og heimilum í yfirs 140 löndum.
Steelite skilur kröfur viðskiptavinarins og þeir skilja það að það er ekki nóg að vera með fallegar innréttingar og góðan mat því að viðskiptavinurinn í dag gerir miklar kröfur og þá skiptir framsetning á matnum miklu máli.
Við hjá Bakó Ísberg höfum verið að selja Steelite til fjölda ára og við höfum fengið fjölda fyrirspurnir frá einmitt viðskiptavinum sem hafa séð þetta stell á lúxushótelum og veitingastöðum um heim allan sem vilja kaupa stellið til einkanota. Það góða við Steelite er að þeir eru með tryggingu á svokölluðu chipfree eða tryggingu á köntum á postulíninu en það þýðir að það brotar síður upp úr því og endingin er frábær.
Það eru ótal veitingastaðir og hótel sem nota Steelite á Íslandi en einnig hefur það aukist mikið að Íslendingar kjósi Steelite heim til sín.
Í þessu 140 löndum sem má finna Steelite postulín og borðbúnað þá má nefna hótel á borð við Hilton, Four Season‘s, George V í París, Ritz Charlton, Marriot, Radisson, Pullman, Park Hyatt, Kempinski svo fátt eitt sé nefnt.
Á Íslandi má nefna staði á borð við Brasserie Eiriksson, Bláa Lónið, Hilton, Matkránna Hveragerði og ótal fleiri staði.
Fyrir utan þekktar og vinsælar hótelkeðjur eru ótal veitingastaðir sem bera fram mat á Steelite.
Það að maturinn sé borinn fram á fallegu stelli skiptir viðskiptavininn miklu máli það getum við staðfest eins og vinir okkar hjá Steelite
Craft stellið frá Steelite er afar vinsælt og hefur verið í nokkur ár, en Steelite er stanslaust að bæta við nýjum tegundum og litum. Stellið byggist þannig upp að hver og einn getur valið sína einstöku útgáfu af stelli enda býður Craft upp á ótal liti sem allri ganga saman. Í janúar er von á nýjum spennandi litum inn í Craft stellið sem og fullt af spennandi línum frá þeim sem ekki hafa sést áður.
Einnig er hægt að sérpanta ýmiss stell í gegnum okkur en hægt er að skoða sýnishorn hjá okkur í Bako Ísberg á Höfðabakka 9.
Einnig er hægt að skoða úrvalið af þeirri vöru sem til er á lager á www.bakoisberg.is