Það er fátt betra á haustin en góð súpa, en þegar maður matreiðir góðar súpur sem og allan mat þá skiptir stellið og borðbúnaðurinn miklu máli. Fallega uppsettur diskur gerir allan mat aðeins betri það er bara þannig.
Við hjá Bako Ísberg bjóðum upp á mikið úrval af súpuskálum, pottum, ausum og ýmsum örðum borðbúnaði sem fullkomar hverja einustu máltíð. Þekktustu matreiðslumenn á Íslandi hafa ítrekað valið borðbúnað og tæki frá okkur í Bako Ísberg enda erum við þekkt fyrir gæði og þjónustu.
Í dag langar okkur að deila leyniuppskrift af tómatsúpu sem að ítalskur vinur okkar gaf okkur þegar hann heimsótti Bako Ísberg á dögunum
Hráefni:
- 2 dósir 4oz af niðursoðnum tómötum
- 8 dl kjúklingasoð
- lítill laukur
- 1 tsk hvítlaukur
- 2 msk hveiti
- 1 msk sykur
- Grein af fersku timian
- 2 msk olía til steikingar
Aðferð:
Þú byrjar á því að saxa laukinn smátt og steikja á pönnu ásamt hvítlauk, þar laukurinn er steiktur í gegn og orðinn glær þá setur þú hveiti saman við og hrærir, síðan bætir þú út í niðursoðnu tómötunum og kjúklingasoðinu og hræri vel síðan setur þú greinina af timian og 1 msk af sykri saman við (við mælum með zukrin). Þú leyfir síðan suðunni að koma upp og passar að hræra í á meðan, síðan lækkar þú hitann á ca 3 og lokar pottinum og leyfir þessu að malla í góðar 40 mínútur en mikilvægt er þó að hræra í örðu hvoru svo að laukurinn og tómatarnir festist ekki við botninn.
Í lokin fjarlægir þú timian greinina úr pottinum og hellir súpunni í blandara og byrjar hægt og rólega að mixa saman tómatana og laukinn.
Súpan verður fallega silki rauð á litinn, við mælum með að setja nóg af rifnum parmesan osti á súpuna, basil laufum og okkar útgáfa er að setja soðið egg út í súpuna.