Skip to main content
search
0

Stórsýning Bako Ísberg 2021 verður haldin dagana 4. – 5. nóvember, en sýningin stendur yfir frá klukkan 10.00 til 17.00 báða dagana í húsakynnum Bako Ísberg að Höfðabakka 9B.

Erlendir gestir og sérfræðingar frá Rational, Steelite og Synergy grillum verða á staðnum og fara yfir helstu nýjungar og tækni í geiranum.

Evrópufrumsýning verður á snjalla vínkælinum Ecellar 185 frá hinu virta fyrirtæki La Sommeliére, en hann er fyrsti snjallvínkælir sinnar tegundar í heiminum, en hann er stýrður af appinu Vinotak sem er beintengt Vivino.  Í gegnum Vinotak stjórnar þú hitastigi hverrar hillu fyrir sig allt í gegnum snjallsímann þinn og Vinotak appið segir þér nákvæmlega hvar vínið er í skápnum, hvaða hitastig sé æskilegt og hvaða einkunn það er að fá.

Appið er tengt rauntíma þannig að það veit þegar flaska er fjarlægð eða nýrri bætt í lætur það þig vita

Eftir áralanga þróun er þessi einstaka hönnun loksins orðin að veruleika.

Spennandi réttir verða framreiddir á Rational gufusteikingarofnum og pönnum og einnig á Synergy grillunum, en allt hráefnið kemur frá INNNES

Ótal tilboð verða á staðnum og í netverslun Bako Ísberg á spennandi vörum alla helgina og má þar nefna sem dæmi

–       Tamahagane – hágæða japanskir hnífar

–       Pintinox – Ítalskar pönnur og pottar

–       Barvörur

–       Allar vörur frá Bar Professional

–       Trébretti og bakkar

–       Zwiesel Glös

–       Og margt fleira

Seinnipartinn báða dagana verða svo vínkynningar frá Globus, Mekka wines & spirits og Hovdenak Distillery

Á staðnum verða framreiddar ótal kræsingar og kemur allur matur sýningarinnar frá Innnes.

Verið hjartanlega velkomin

Close Menu