Lýsing
Blackstone pönnugrillið gerir það auðveldara að elda mat fyrir marga i einu á nokkrum mínútum.
Þetta er hið upphaflega 36″ pönnugrill sem er með mjög stóra pönnu.
Nú þarf ekki lengur að standa við grillið og elda fyrir mannskapinn
í nokkrum lotum og borða ekki með gestunum.
Blackstone pönnugrillin eru með sléttan eldunarflöt.
Það skiptir ekki máli hvort um er að ræða steikur, fisk, meðlæti,
egg og beikon, pylsur eða pizzur. Steikarflöturinn er heill og
þar með dettur ekkert niður á milli.