Skip to main content
search
0

Það er gaman að segja frá því að fyrirtækið ARENA gaming, sem er nýtt og spennandi fyrirtæki sem skilgreinir sig hvorki meira né minna sem Þjóðarleikvang rafíþrótta á Íslandi, valdi allt í eldhúsið sitt hjá okkur Bako Ísberg.  ARENA gaming býður upp á heimsklassa aðstoðu í 1100 fermetra húsnæði og er þar einnig rekinn frábær nýr veitingastaður sem býður upp á spennandi matseðil!

Pizzaofninn, kælar, borð og að sjálfsögðu uppþvottagræjurnar eru allar frá Bako Ísberg.

Við hlökkum til að mæta á þennan flotta stað sem á eflaust eftir að slá í gegn miðað við aðsókn frá opnun.

Close Menu