Þökk sé Sælkerabúðinni þá getur þú nú pantað sælkeramat og meðlæti beint heim að dyrum sem þýðir að þú getur undirbúið veislu kvöldsins í tölvunni eða símanum þímum.
Fyrir þá sem ekki vita það nú þegar þá opnaði Sælkerabúðin á Höfða fyrr á þessu ári, en hún er staðsett er á Bitruhálsi 2 þar sem gamla Ostabúðin var áður til húsa.
Þessi verslun hefur verið í uppáhaldi hjá fjölda viðskiptavina allt frá opnun þá aðallega fyrir frábært úrval af girnilegum kjötréttum og meðlæti að hætti meistarakokka sem og frábærri þjónustu.
Um helgina er Sælkerabúðin að bjóða 25% afslátt af lamba konfekti sem bæði er hægt að grilla nú eða að steikja á pönnu. Meistarakokkarnir í Sælkerabúðinni mæla með þú steikir lambakonfektið 2-3 mínútur á hvorri hlið.
Það passar einstaklega vel að hafa sætkartöflusalat og hvítlaukssósu með lambinu, en hvoru tveggja fæst í Sælkerabúðinni.
Sælkerabúðin er einnig með lakkrís kynningu um helgina og spennandi tilboð. Lakkrísinn er frá Lakritsfabriken er margverðlaunaður og þekktur fyrir afburða gæði og bragð. Í þessum lakkrís eru aðeins sérvalin hágæða hráefni og allar vörurnar glúten- og gelatínlausar. Margir segja að hann sé ávanabindandi, enda þykir hann með þeim bestu í heiminum í dag.
ATH. að það er hægt að panta kjöt, meðlæti og tilbúnar veislur á netinu hjá Sælkerabúðinni en fyrirtækið sendir frítt heim ef keypt er fyrir 10.000 eða meira www.saelkerabudin.is
Við hjá Bako Ísberg erum stolt af því að Sælkerabúðin sé viðskiptavinur okkar og hafi valið kæla og bakarofna frá okkur.
Góða helgi kæru vinir og munum eftir náungakærleikanum.