Skip to main content
search
0

Uppskrift : Risarækjur og Edamame

Edamame baunir með límónudressingu:

Límónudressing:

150g límónusafi
350 g bragðlítil olía
ein lúka frosin kaffir-límonulauf

Setjið allt saman í blandara á hæsta hraða þar til dressingin er orðin fallega græn, gæti tekið 2 – 3 mínútur

200 g edamame-baunir í belg, flögusalt frá Saltverk

Gufusjóðið edamame-baunirnar þar til þær eru orðnar heitar eða í 2-4 mínútur. Setjið þær í stóra skál , stráið klípu af flögusalti yfir, hellið um 50 ml af dressingunni yfir, eða eftir smekk, og blandið saman í stórri skál.

GRILLAÐAR RÆKJUR, helst kóngarækjur eða risarækjur

Marenering á rækjur:
80 g soyasósa
80 g mirin-sætvín
20 g sambal olek-mauk
20 g rifinn hvítlaukur
10 g Sesameolía

Blandið öllum innihaldsefnum saman, pillið rækjurnar úr skelinni og leggið í mareneringuna í klukkutíma.

CHILI-MAJÓNES
500 g japanskt majónes
50 g sambal olek-mauk
15 g sesameolía
10 g steiktur hvítlaukur (fried garlic) fæst í Asíu verslun
börkur og safi úr einni límónu

Blandið saman með písk og setjið í sprautupoka

Grillið rækjurnar á heitu grilli þar til þær eru gullinbrúnar. Raðið þeim fallega á disk og sprautið chili-majónesi yfir og brennið með gasbrennara ef hann er til staðar. Kreistið ástaraldin yfir og stráið kóríander yfir í lokin.

Close Menu