Skip to main content
search
0

Í kvöld þann 1. nóvember 2021, voru úrslitin gerð kunn hjá Bocuse d‘Or um það hver muni keppa fyrir Íslands hönd í Bocuse d‘Or Europe 2022, en úrslitin voru gerð kunn á Brasserie Eiriksson.

Denis Grbic, Kokkur ársins 2018 og Sigurjón Bragi Geirsson, Kokkur ársins 2019 kepptu sín á milli og bar Sigurjón sigur úr bítum.  Við hjá Bako Ísberg óskum þeim báðum til hamingju enda báðir tveir frábærir kokkar.

Okkur hjá Bako Ísberg fannst kjörið tækifæri að hefja stóreldhússýninguna okkar 2021 við þetta tækifæri, en sýningin stendur yfir daganna 4. og 5. nóvember næstkomandi  í höfuðstöðvum okkar að Höfðabakka 9. Það er gaman að segja frá því að keppendurnir í Bocuse d‘Or nota allir Bragard fatnað og Villeroy & Boch postulín, en við hjá Bako Ísberg erum stoltir fulltrúar þessara hágæða vörumerkja á Íslandi.

 

Á sýningunni okkar verðum við með erlenda sérfræðinga frá Rational, Steelite og Synergy grillinum, en Rational þekkja flestir fagmenn enda eru ofnarnir og pönnurnar frá Rational með mestu markaðshlutdeild á Íslandi og um heim allan.

Við munum einnig kynna byltingarkenndan vínkæli sem er fyrsti snjall vínkælirinn í heimi sem mun auðveldar þjónunum vinnuna til muna og verður heimsfrumsýningin fimmtudaginn 4. nóvember á þessum kæli sem fyrr segir hjá Bako Ísberg.

Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á Stórsýningu okkar 4. & 5. nóvember

 

 

Close Menu